Arteta mætir með Arsenal-lið sitt til Parísar í kvöld og mætir PSG í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Skytturnar eiga verk að vinna en fyrri leiknum í London lauk með 0-1 sigri franska liðsins.
Í aðdraganda leiksins greinir franska blaðið L’Equipe frá því að nafn Arteta hafi verið á blaði PSG sumarið 2023, þegar félagið var í leit að arftaka Christophe Galtier.
Arteta var einmitt leikmaður PSG um stutt skeið skömmu eftir aldamótin, en viðræður um að fá hann í stjórastjólinn fóru aldrei af stað þó nafn hans hafi ratað á blað.
PSG endaði á að ráða Luis Enrique, sem hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.