U16 ára landslið karla gerði 1-1 jafntefli við Tékkland í síðasta leik liðsins á UEFA Development Tournament.
Þór Andersen Willumsson, yngsti sonur Willums Þórs Þórssonar, skoraði mark Íslands. Þar sem leikurinn endaði með jafntefli þá var gripið til vítaspyrnukeppni sem Tékkland vann 3-2.
Úrslitin þýða að Ísland endaði í þriðja sæti mótsins sem leikið var í Svíþjóð.