Norskur knattspyrnuáhugamaður skipti á 5 kílóum af fiski fyrir miða á leik Bodö/Glimt gegn Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.
Mikil eftirvænting er fyrir þessum seinni leik liðanna í norður-Noregi, en fyrri leiknum í London lauk með 3-1 sigri Tottenham.
Það komast þó mun færri að en vilja þar sem heimavöllur Bodö/Glimt tekur aðeins um 8 þúsund manns í sæti. Það komast því færri en 500 stuðningsmenn Tottenham að, þó svo að um um 50 þúsund hafi sóst eftir miða.
Torbjörn nokkur Eide, framkvæmdastjóri á fiskeldistöð, var sá sem bauð 5 kíló af fiski, sem metinn er á rúmar 30 þúsund krónur.
Oystein Aanes átti lausan miða og tók dílnum. Á hann því nóg af fiski næstu misserin.
Annar norskur maður, Nils Erik Oskdal, bauð í kjölfarið 5 kíló af hreindýrakjöti fyrir miða á leikinn. Því boði var einnig tekið.