Mál eldri þýsks manns sem var yfirgefinn af eiginkonu sinni á Pattayja hefur vakið upp umræðu um réttmæti þess algenga fyrirkomulags að útlenskir menn giftist tælenskum konum. Þegar aldursmunurinn bætist ofan á menningarmuninn getur sambandið endað með harmi.
Greint er frá málinu í Pattaya Mail, staðarmiðlinum í hinni vinsælu ferðamannaborg sem stundum er kölluð syndabæli.
Eldri þýskur maður fannst einsamall og í neyð á strönd á stað sem kallast Jomtien. Hafði eiginkona hans rekið hann út af heimilinu án nokkurrar skýringar.
Það voru starfsmenn Pattaya borgar sem komu að manninum við reglulegt eftirlit um Jomtien. Það er stofnunar sem sér um að fylgjast með öryggi ferðamanna.
Fengu þeir spurnir af manni í slæmu ástandi og þegar þeir töluðu við hann sáu þeir að hann var fullur af vonleysi og angist. Sagði hann þeim að tælensk eiginkona hans hefði rekið hann á dyr og nú ætti hann í engin hús að vernda. Var hann því ráfandi um svæðið.
Hétu starfsmenn borgarinnar að finna lausn á hans málum í samvinnu við lögregluna og innflytjendastofnunina. Það er styðja hann tímabundið þar til framtíðarlausn yrði fundin.
Í blaðinu kemur fram að málið hafi vakið upp stærri spurningar um sambönd sem algeng eru í landinu. Það er sambönd erlendra karla og tælenskra kvenna. Oftar en ekki eru karlarnir mun eldri, frá Evrópu eða Ameríku. Ofan á aldursmuninn bætist menningarmunurinn.
Hefur sprottið lífleg umræða um þetta á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um hvers vegna þessi sambönd misheppnast gjarnan. Það er hvort körlunum eða konunum sé um að kenna.
„Ég hef búið hérna í 30 ár. Ég hef séð of marga eldri útlenska karlmenn falla fyrir yngri konum sem enda á að plata þá,“ sagði einn íbúi í Pattaya. „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir.“
Aðrir netverjar benda á að í mörgum tilfellum séu mennirnir að notfæra sér konurnar. Það er að þær séu oft í slæmri fjárhagslegri stöðu og að með sambandinu sjái þær leið út úr fátækt. Það opnar hins vegar á möguleikann á því að mennirnir misnoti aðstöðu sína gagnvart þeim.
Mál hins þýska manns er langt frá því að vera einsdæmi í Pattaya eða öðrum vinsælum ferðamannastöðum í Tælandi. Að sögn blaðsins er það hins vegar góð dæmisaga um það hvernig sambönd af þessum toga geta endað.
Munu yfirvöld halda áfram að vakta mál eins og þetta vel og eru ferðamenn hvattir til þess að sýna varúð og kynna sér mál áður en þeir ákveða að demba sér úti í langtíma samband.