fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. maí 2025 21:00

Helgi Pétursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ekki með verkfallsrétt, það eina sem við gætum gert væri að labba niður á Austurvöll að henda grjóti í Alþingishúsið en það er ekki minn stíll. En allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt – og þá byrja menn að sperra eyrun,“

segir Helgi Pétursson, sem lengi var best þekktur sem meðlimur Ríó tríó, en síðustu ár sem formaður LEB, Landsambands eldri borgara. Landsfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 29. apríl og lét Helgi þar af formennsku eftir fjögur ár. 

Helgi var föstudagsgestur Guðrúnar Gunnarsdóttur og Gunnars Hanssonar í Mannlega þættinum á Rás 1. 

Helgi sat í stól formanns LEB í fjögur ár, sem er sá tími sem formaður má sitja.  Undir regnhlíf sambandsins eru 57 félög en í aldurshópnum 67 ára og eldri eru um 72-74 þúsund manns að sögn Helga. Hópurinn stækkar og þrýstingurinn fyrir hagmunamálum samhliða því. 

Hann segir að aldraðir hafi borgað í lífeyrissjóði, skatta og skyldur frá um það bil 16 ára aldri og búist við að geta átt áhyggjulaust ævikvöld. „Svo kemur í ljós að það er ekki svo, og þessar skerðingar á greiðslum sem ættu að berast frá Tryggingastofnum nema einhverju sem heitir 80-90 milljarðar á ári,“ segir Helgi. „Ég hef út af fyrir skilning á því að þegar menn eru fjármálaráðherrar í ríkisstjórn eru þeir að keyra þjóðfélag á einhverjum upphæðum, en það er vitað að þarna vantar 90 milljarða sem ættu að vera annars staðar en þeir eru. Það er tekið af þessum aldurshópi, og það var byrjað á þessu fyrir löngu síðan með skerðingum. Við erum að rífast um hækkun veiðigjalda sem var bara smáupphæð í samanburði.“

Ætlar að mála aftur

Helgi sem er 75 ára ætlar þó alls ekki að setjast í helgan stein, heldur meðal annars taka málningarpensilinn upp að nýju.  

„Ég málaði mikið þegar við vorum í Danmörku, ég var píndur til að vera með sýningu. Ég hef farið með þetta eins og mannsmorð, ekki viljað sýna nokkrum manni. En það seldust tíu myndir, ég fékk borgað í peningum, sveik það undan skatti í Danmörku og allt mögulegt.“

Unglingar þegar þeir stofnuðu Ríó Tríó

Helgi og Ólafur Þórðarson heitinn, annar meðlima Ríó Tríó, kynntust í Kópavogi þar sem þeir ólust upp. „Hann bjó í næsta húsi og átti gamlan kolrispaðan gítar sem hékk saman, og hann var að spila á þetta. Við vorum að radda saman og hann uppgötvaði að ég gæti sungið. Við reyndum að fara í skólakórinn, vorum beðnir að fara því það var ókyrrð í kringum okkur. Óli hélt því alltaf fram að ég gæti sungið en ég hafði ekki sérstaka skoðun á því, var með honum í öllum raddsetningum. Mér finnst alltaf eins og okkar raddir blandist bara saman en ég held ég hafi fengið að vera með í þessu tríói því ég gat sungið.“

Ásamt Halldóri Fannari Valssyni stofnuðu þeir Ríó Tríó haustið 1965, þá voru þremenningarnir fimmtán og sextán ára. Nafnið Ríó Tríó var hugmynd Ólafs. „Við vorum að reyna að finna eitthvað flott suðrænt og Óli segir: Getum við ekki bara tekið téið framan af Tríó?“ 

„Ég var sendur út í búð til að kaupa kontrabassa bara fyrir lúkkið, því þetta var þjóðlagagrúppa. Ég kunni ekkert á þetta og lærði ekkert á þetta þannig séð en ég gat hangið með, en ég gat sungið,“ segir Helgi.

Hann segist ekki hlusta oft á lög sveitarinnar í dag, en þegar það gerist minnist hann þess hvenær þau voru samin og hvað var að gerast í samfélaginu. „Það er nokkuð sem við skiluðum vel til samfélagsins, okkar pælingar og grín í kringum þjóðfélagið í kringum okkur.“

Helgi syngur þó enn af og til í söngsveit Frímúrarareglunnar sem hann hefur starfað í í 40 ár. „Þar eru menn sem eru að verða áttræðir. Það er mjög skemmtilegt og annars eðlis.“

Þjóðin lifir lengur

Það er talað um að þjóðin sé að eldast en Helgi segir réttara að tala um að þjóðin lifi lengur. Og eldri borgarar eru mörg hver frísk að stunda íþróttir og fara á fjöll. Þegar Helgi fór til dæmis á hádegisfund hjá öflugu félagi eldri borgara á Hvammstanga hafi ekkert vantað upp á hreysti. „Einn maðurinn segir við mig: heyrðu kallinn minn, viltu hafa þetta stutt við erum að fara í leikfimi klukkan eitt. Þessi hópur var bara fullfrískur,“ rifjar hann upp. „Ég ætlaði að predika um hvað við hefðum það slæmt og þetta væri lélegt allt en það hlaut engan hljómgrunn þarna. Fólk sem er að gera sína hluti.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi