fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 16:30

Margrét Friðriksdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að réttað verði í máli Lögreglustjórans í Reykjavík gegn Margréti Friðriksdóttur, er varðar meintar ærumeiðingar hennar gegn héraðsdómaranum Barböru Björnsdóttur, fyrir luktum dyrum. Niðurstaða Landsréttar er að þinghald verði opið.

Málið er viðkvæmt og varðar persónuleg málefni. Ákært var vegna ummæla sem Margrét lét falla um dómarann á Facebook í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir hótanir gegn Semu Erlu Serdaroglu. Þeim dómi var síðan snúið við í Landsrétti og Margrét sýknuð. Í Facebook-færslunum kallaði Margrét dómarann „lausláta mellu“ sem hafi selt blíðu sína til að komast í sæti dómstjóra. Margrét rakti síðan meint framhjáhald dómarans sem hún segir að hafi valdið usla innan Héraðsdóms Reykjavíkur.

Brotaþoli krafðist þess að þinghald í málinu yrðu lokað enda ætti umfjöllun um viðkvæm einkamál hennar ekki erindi til almennings. Landsréttur hefur nú, sem fyrr segir, snúið þeirri ákvörðun við.

Landsréttur staðfestir hins vegar þá ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness að Margrét fái að leiða fram eitt vitni í réttarhöldunum, Landsréttardómarann Símon Sigvaldason. Hún æskti þess að leiða fram tvö önnur vitni sem tengjast málinu en því var hafnað á báðum dómstigum.

Sjá einnig: Margrét ósátt við ákvörðun dómara – Mál gegn henni verður fyrir luktum dyrum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt