fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. maí 2025 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að þess hafi sést greinileg merki um að ökumenn séu farnir að „kitla pinnan“ eins og oft vill gerast þegar sól hækkar á lofti.

Í skeyti sem lögregla birti á Facebook-síðu sinni kemur fram að margir hafi verið sektaðir fyrir vikið, en í grófustu brotunum undanfarna daga eigi ökumenn yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda.

„Einn þeirra er 17 ára piltur sem í gær ók á 160 km hraða á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er 80. Annar, karlmaður á þrítugsaldri, ók á 162 km hraða á sama vegi í fyrradag, en báðir eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði, auk sektar að upphæð 250 þúsund kr. hvor. 19 ára piltur fær sömuleiðis sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði, en bíll hans mældist á 135 km hraða á Miklubraut, við Hvassaleiti, á laugardag. Þar er leyfður hámarkshraði 60, en auk sviptingar fær ökumaðurinn 180 þúsund kr. sekt.“

Í skeyti lögreglu kemur fram að sektarbókin hafi enn fremur farið á loft við fleiri tilefni síðustu dagana. Má þar nefna ökumenn sem óku gegn rauðu ljósi, einstefnu og tóku U-beygju þar sem það er bannað.

„Farsímanotkun ökumanna er heldur ekki til fyrirmyndar, en í gær voru tíu sektaðir fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar og fær hver þeirra 40 þúsund kr. sekt. Að endingu má geta þess að frá því að á föstudag hafa þrjátíu ökumenn verið teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur í umdæminu, en slíkur akstur er mikið áhyggjuefni. Ökumenn eru minntir á að virða umferðarlög, alltaf og alls staðar. Ekki bara til að forðast óþarfa útgjöld, heldur til að stuðla að umferðaröryggi allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“