fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Real Valladolid eru allt annað en sáttir með eiganda sinn, Ronaldo. Þessi fyrrum knattspyrnumaður frá Brasilíu er ekki vinsæll þar á bæ.

Ronaldo sem er eigandi félagsins hefur ekki mætt á heimaleik hjá liðinu síðan í ágúst og er liðið fallið úr La Liga.

Það var svo um helgina þar sem Ronaldo sást á veitingastað í Madríd, þar var karlinn búinn að fá sér vel í aðra tána.

Ronaldo þurfti aðstoð við að komast út í bíl þar sem margir stuðningsmenn Real Valladolid vildu ræða við hann.

Ronaldo gaf sér ekki tíma í það en Real Valladolid er með 16 stig og er í neðsta sæti deildarinnar. Krefjast stuðningsmenn félagsins að hann selji hlut sinn og hætti að koma að rekstri félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“