fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. maí 2025 14:30

Ferðamaðurinn tók myndir af gardínum og rúmdýnu. Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður sem gisti á hóteli í miðborg Reykjavíkur er óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús í gardínunum og rúmdýnunni. Hótelstjórinn þrætti hins vegar fyrir að veggjalýs væru á herbergjunum.

Ferðamaðurinn greinir frá málinu á samfélagsmiðlinum Reddit. Einnig birtir hann myndir, bæði af gardínunni og rúmdýnunni.

„Við gistum á hóteli í Reykjavík. Eftir aðra nóttina þar sáum við þetta skríðandi á myrkvunargardínunum,“ segir ferðamaðurinn. „Ég tók líka myndir af rúmdýnunni.“

Er ferðamaðurinn vitaskuld óttasleginn yfir þessu.

„Getur einhver annað hvort sagt mér að þetta sé ekki veggjalús eða sagt mér að ég þurfi að brenna öll fötin mín? Hótelstjórinn sagði við mig að það væru „engar sannanir fyrir veggjalús í herberginu“,“ segir ferðamaðurinn. „Hótelstjórinn sagði að sérfræðingur hefði ekki fundið nein merki um veggjalús en sem merki um góðvild ætlar hann að endurgreiða okkur dvölina. Ég er ekki mjög glaður með viðbrögð hans, sérstaklega í ljósi þess að sýndum honum myndina og þegar við gerðum það þekkti hann þetta strax.“

Sýgur fólk á nóttunni

Veggjalús, Cimex lectularius á latínu eða bed bugs á ensku, er skordýr sem fylgt hefur manninum frá örófi alda eins og segir í grein Vísindavefsins. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum.

Lúsin lifir eingöngu í upphituðu þurru húsnæði og nærist á blóði, einkum mannablóði. Getur hún dregið til sín sjöfalda þyngd sína af blóði.

„Veggjalús er hvimleiður bólfélagi en hún athafnar sig einkum að nóttu til þegar fórnarlömb liggja fyrir og ugga ekki að sér. Menn verða ekki varir við stungurnar því deyfing er innifalin. Að morgni gerir kláði vart við sig og stundum má greina blóðpunkta á rúmfötum eftir veisluhöld næturinnar,“ segir í greininni. „Það getur verið flókið að ráða niðurlögum veggjalúsa. Nauðsynlegt er að kunnáttumaður meti aðstæður vandlega og gangi skipulega til verks með þeim ráðum sem eru í boði og þykja henta á hverjum stað.“

Klárlega veggjalús

Færslan hefur vakið athygli og margir brugðist við henni. Meðal annars fagmenn í meindýraeyðingu sem staðfesta að umrædd padda sé veggjalús.

„Ég er sérfræðingur. Vann hjá Orkin meindýravörnum í mörg ár,“ segir bandarískur meindýraeyðir. „Þetta er klárlega veggjalús.“

Einnig starfsmaður á hóteli sem hefur reynslu af því að finna veggjalýs.

„Hótelstarfsmaður hérna. Ég vann við að stýra þrifum. Þetta er augljóslega veggjalús. Enginn vafi á því,“ segir hann.

Annar segir að ef veggjalús finnist á einu herberginu sé ekki ólíklegt að allt hótelið sé undirlagt af lúsinni.

Úr öllum fötunum fyrir utan dyrnar

Veggjalús getur borist með fatnaði og farangri. Því er möguleiki að hún geti borist á heimili viðkomandi.

„Athugaðu hvort þú getir þvegið og þurrkað öll fötin þín á ferðalaginu,“ segir einn í athugasemdum. „Þegar þú kemur heim skaltu fara úr öllum fötunum áður en þú kemur inn í húsið. Ekki fara með neitt inn fyrir dyrnar. Svo skaltu setja allt í hitameðferð.“

Þetta segir ferðamaðurinn hins vegar að verði erfitt.

„Við búum í fjölbýlishúsi þannig að ég held að nágrannarnir verði ekki ánægðir með að við berháttum okkur fyrir utan dyrnar,“ segir hann. „Fyrst við keyptum ullarfatnað fyrir ferðalagið er ég ekki viss um að hann lifi hitameðferðina af. Hvíl í friði uppáhalds trefillinn minn og peysa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“