fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. maí 2025 03:15

Úkraínskur hermaður við lík rússneskra hermanna í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingar, sem breska varnarmálaráðuneytið hefur komist yfir, sýna að tæplega ein milljón rússneskra hermanna hefur annað hvort fallið eða særst í stríðinu í Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst í febrúar 2022.

Í nýrri skýrslu varnarmálaráðuneytisins kemur fram að 2025 verði líklega það ár sem flestir rússneskir hermenn falla í Úkraínu frá 2022. Ráðuneytið segir að samkvæmt upplýsingum þess þá hafi 160.000 rússneskir hermenn annað hvort fallið eða særst á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Ef þessi þróun heldur áfram, verður árið í ár, árið sem mannfall Rússa slær öll met.

Ein af aðalástæðunum fyrir þessu mikla mannfalli er að stríðið í Úkraínu er öðruvísi en önnur stríð vegna drónanna. Rasmus Tantholdt, fréttamaður TV2 í Úkraínu, segir að flestir rússnesku hermannanna séu drepnir með úkraínskum drónum: „Þetta hefur þróast í stríð þar sem skriðdrekar og stórskotalið eru ekki lengur það mikilvægasta. Úkraínumenn eru mjög duglegir við að þróa dróna og standa Rússum framar á því sviði. Talið er að 60-80% fallinna rússneskra hermanna séu drepnir með drónum. Í upphafi stríðsins voru þessar tölur allt aðrar og drónar gegndu ekki sama hlutverki.“

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, er sömu skoðunar og Tantholdt og sagði í samtali við TV: „Nú erum við komin svo langt í stríðinu að Rússar eiga ekki eins mörg brynvarin ökutæki og þeir áttu í upphafi þess. Þá voru það ökutæki sem sóttu fram en í dag er það frekar fótgöngulið sem gengur yfir akra og vegi þar sem það er berskjaldað fyrir úkraínskum drónum. Þróun dróna hefur gert að verkum að það er rosalega erfitt að ná árangri á vígvellinum. Í hvert sinn sem hermennirnir láta sjá, þá vofir þessi drónaógn yfir þeim.“

Forbes skoðaði einnig rússnesku tjónatölurnar og komst að því að Rússar hafi náð að leggja 176 ferkílómetra af úkraínsku landi undir sig í apríl en Úkraína er um 600.000 ferkílómetrar.

Forbes segir að þetta hafi reynst Rússum dýrkeypt því þeir hafi misst um 4.800 brynvarin ökutæki í apríl og að rúmlega 36.600 hermenn hafi annað hvort fallið eða særst.

Forbes segir að með þessum sóknarhraða muni Rússar ná að leggja alla Úkraínu undir sig árið 2256 og hafi þá misst tæplega 101 milljón hermanna. 144 milljónir búa í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“