Ekkert er til í kjaftasögu sem var sett fram um framtíð Alvaro Carreras bakvarðar Benfica. Manchester United og Real Madrid voru fléttuð inn í það.
Carreras er öflugur vinstri bakvörður sem var keyptur til United árið 2020 frá Real Madrid.
Hann var síðan seldur til Benfica en United er með forkaupsrétt á bakverðinum fyrir 18 milljónir evra.
Sagt var í fréttum að Real Madrid væri að biðja United um kaupa Carreras í sumar á þá upphæð og fá svo 30 milljónir evra frá Real Madrid fyrir hann.
Reglur koma í veg fyrir að svona viðskipti geti átt sér stað en United þyrfti að hafa leikmanninn í 16 vikur í sínum röðum.
Umboðsmaður Carreras hefur bent á þetta og segir leikmanninn ánægðan hjá Benfica en félagið vill 60 milljónir evra ef hann fer í annað lið en United.