Farið var með manninn á lögreglustöð til að vinna úr málinu en það gekk hins vegar mjög illa sökum dónaskapar mannsins og mjög mikillar ölvunar. Rætt verður betur við hann eftir að hann er búinn að sofa úr sér í fangaklefa.
Þetta kemur fram í skeyti lögreglu yfir verkefni á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 66 mál skráð í kerfinu og gistir einn fangageymslur eftir nóttina.
Þessu til viðbótar var einn handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá var tilkynnt um tvö innbrot, annars vegar í heimahús og hins vegar í fyrirtæki.