Bukayo Saka á sér draum og það er að verða valinn besti leikmaður heims einn daginn en hann greinir sjálfur frá.
Saka er vængmaður Arsenal en hann vonast til þess að vinna verðlaunin virtu Ballon d’Or á næstu árum.
Það er þó í fyrirrúmi hjá leikmanninum að vinna titla með Arsenal sem hann hefur gert lítið af undanfarin ár.
,,Það er draumurinn að vinna Ballon d’Or en ég einbeiti mér að því að vinna titla með Arsenal,“ sagði Saka.
,,Ég vil einbeita mér að því að vinna allt með þessu félagi, allt annað mun koma seinna.“