fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. maí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yfirvöld bjóða upp á svona ókeypis tónleika á hverju ári til að laða að ferðamann. Það örugglega margborgar sig því hingað streymir fólk sem eyðir miklum peningum svo þetta skilar sér aftur í kassa hins opinbera,“ segir Þórhallur Steingrímsson, vél- og rekstrarfræðingur, en hann var á tónleikum Lady Gaga á Copacabana-ströndinni í Rio de Janeiro í gær.

Aðgangur var ókeypis og komu 2,1 milljónir manna á tónleikana. Segir Þórhallur að fólk frá öllum heimshornum hafi sótt tónleikana og hann hafi meðal annars hitt fólk frá Noregi.

Þórhallur býr í Rio de Janeiro og er giftur brasilískri konu. Þau nutu tónleikanna í botn þó að þau héldu sig víðsfjarri sviðinu enda ógjörningur að komast að því fyrir mannmergðinni.

„Við vorum bara á veitingastað þarna og nutum lífsins. Af og til gengum við svo í gegnum þvöguna og í áttina að ströndunni. Það voru 20-30 risaflatskjáir meðfram allri ströndinni lengst uppeftir,“ segir Þórhallur.

Vísir greinir frá því að lögreglan í Rio de Janeiro hafi komið í veg fyrir sprengjutilræði í tónleikunum. Hinir grunuðu hafi fengið fólk til að mæta á tónleikana með heimatilbúnar sprengjur. Ætlunin hafi verið að öðlast frægð á samfélagsmiðlum til að geta dreift hatursfullum boðskap í garð hinsegin samfélagsins. Tveir karlmenn hafa verið handteknir vegna málsins, annar er unglingur en hinn fullorðinn karlmaður.

Þórhallur segist ekki hafa orðið var við neitt sem minnti á slíkar lögregluaðgerðir, sem væntanlega hafa farið fram í mikilli fjarlægð frá honum á þessu stóra svæði. Upplifði hann ekkert nema friðsamlega stemningu í fjölmenninu.

Ríó 1
play-sharp-fill

Ríó 1

Ríó 2
play-sharp-fill

Ríó 2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Hide picture