Eins og margir vita er Chelsea búið að skrifa undir samning við fasteignafyrirtækið Damac sem er með höfuðstöðvar í Dubai.
Chelsea skrifaði undir stuttan samning við félagið sem er nú framan á búningum félagsins og verður út tímabilið.
Samningurinn gildir til þriggja mánaða en hvort hann verði framlengdur er óljóst að svo stöddu.
Nú er greint frá því að Chelsea sé að græða verulega á þessum samningi en fasteignir merktar enska liðsins verða seldar í Dubai á næstu árum.
Talað er um að Damac ætli að byggja 1,400 íbúðir sem verða með einhvers konar Chelsea þema og er stefnt á að verkefnið verði klárt fyrir 2027.
Um er að ræða lúxusíbúðir sem eru nálægt flugvellinum í Dubai og verður merki Chelsea sjáanlegt á þakinu þar sem lítill fótboltavöllur verður nothæfur.