Benoný Breki Andrésson komst á blað fyrir lið Stockport í dag sem spilaði við Wycombe á Englandi.
Um var að ræða leik í þriðju efstu deild Englands en Stockport vann viðureignina 3-1 á útivelli.
Benoný var varamaður í þessum leik en eftir innkomu á 62. mínútu skoraði hann átta mínútum síðar.
Þetta var lokaumferð deildarinnar en Stockport er á leið í umspil um að komast í næst efstu deild.
Birmingham fagnar sigri í deildinni með heil 111 satig úr 46 leikjum.