KFA byrjar 2. deild karla af miklum krafti þetta árið en liðið mætti Kormáki/Hvöt á heimavelli sínum í fyrstu umferð.
KFA gerði sér lítið fyrir og vann 8-1 sigur en staðan var 3-1 í hálfleik áður en gestirnir fengu rautt spjald.
Hrafn Guðmundsson kom inná sem varamaður hjá KFA í seinni hálfleik og skoraði þrennu í öruggum 8-1 sigri.
Þróttur Vogum byrjar einnig mjög vel og vann lið Kára 2-1 á útivelli – á sama tíma gerðu Víðir og Víkingur Ólafsvík 1-1 jafntefli og það sama má segja um Gróttu og Hött/Huginn.
Lokaleiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli en Dalvík/Reynir spilaði þar heima við Hauka.