Luis Diaz er opinn fyrir því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool en frá þessu greinir Sky Sports.
Diaz kom til Liverpool frá Porto snemma 2022 en hann er umdeildur á meðal stuðningsmanna liðsins.
Um er að ræða 28 ára gamlan sóknarmann sem er bundinn félaginu til 2027 og er í dag orðaður við brottför.
Sky segir að Diaz sé opinn fyrir því að framlengja þann samning eftir að hafa unnið deildina með liðinu fyrr í mánuðinum.
Liverpool er einnig sagt mjög áhugasamt og bendir því allt til þess að Kólumbíumaðurinn verði ekki seldur í sumarglugganum.