Sóknarmaðurinn Rasmus Hojlund hefur fengið mikið hrós frá stjóra sínum Ruben Amorim en þeir vinna saman hjá Manchester United.
Hojlund spilaði sinn besta leik fyrir United í marga mánuði að sögn Amorim er liðið vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao í Evrópudeildinni.
Hojlund verið mikið gagnrýndur á þessu tímabili en hann hefur skorað níu mörk í 47 leikjum í öllum keppnum.
,,Þetta var besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom hingað og varð stjóri liðsins,“ sagði Amorim.
,,Hann hjálpaði liðinu mikið. Hann hélt boltanum og tók hlaup inn fyrir línuna og ákvarðanatakan var góð.“
,,Við þurfum að horfa í næsta leik í dag, þetta tilheyrir fortíðinni. Verkefnið verður erfitt á sunnudag og þriðjudag.“