Viktor Unnar Illugason er gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Glódís Perla Viggósdóttir varð þýskur bikarmeistari með Bayern Munchen á dögunum en skömmu áður varð hún Þýskalandsmeistari með liðinu.
Glódís er fyrirliði Bayern og hefur landsliðskonan verið að gera frábæra hluti með liðinu. Hrafnkell telur hins vegar að tími sé kominn á enn stærra skref.
„Ég vil sjá hana koma sér annað, ég er þar. Það er eiginlega ekki séns á Meistaradeildinni. Ég vil sjá hana í ensku deildinni og svo held ég að hún gæti alveg spilað í Barcelona eða Lyon,“ sagði hann, en Viktor tók ekki alveg undir þetta.
„Ég held nú samt að það sé erfitt að leggja fram félagaskiptabeiðni þegar þú ert fyrirliði Bayern Munchen.“
Nánar í spilaranum.