fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. maí 2025 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Sigrún Hilmarsdóttir, blaðamaður á RÚV, slasaðist á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um páskana. María Sigrún margbraut á sér ökklann og sleit liðband og krossband. Hún bíður nú aðgerðar, en langt bataferli og endurhæfing er framundan. 

Mynd: Facebook.

„Ég slasaðist á fjallaskíðum á Snæfellsjökli á föstudaginn langa. Margbraut á mér ökklann og sleit liðband og krossband í hné. Gifs í 8 vikur og svo verður gerð aðgerð á hnénu seint í sumar eða haust þegar ökklinn er orðinn góður. Þá koma aftur vikur á hækjum. Það er sumsé langt bataferli og endurhæfing framundan. Góðu fréttirnar eru að þetta lagast og það er margt verra. Ég er tímabundið óvinnufær og mjög ósjálfbjarga. En ég er heppin að eiga svo góða að sem hjálpa mér með börnin og heimilið. Blessunarlega er ég frekar fótsterk fyrir og létt í lund svo það hjálpar í þessu eins og öðru. Nú fæ ég  tíma til að lesa bækur, raða hugsunum mínum, skrifa, spjalla við gott fólk og plana hvað ég geri skemmtilegt þegar þetta er búið. Tek glöð við heimsóknum,- en þið verðið að hita kaffið sjálf,“  segir María Sigrún létt í bragði í færslu á Facebook.

Mynd: Facebook.
Mynd: Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel