Andros Townsend, leikmaður Antalyaspor, viðurkennir að hann hafi ekki séð það fyrir að Harry Kane yrði einn besti framherji heims einn daginn.
Townsend og Kane voru saman hjá Tottenham um tíma en sá síðarnefndi er í dag á mála hjá Bayern Munchen.
Leikmennirnir voru saman sem táningar hjá Tottenham og þekkjast vel en Townsend gat ekki séð fyrir að Kane myndi ná svo langt á ferlinum.
,,Harry er í dag einn besti ef ekki besti framherji heims en ég sá það ekki gerast á sínum tíma,“ sagði Townsend.
,,Hann var alltaf með grunninn og gat skorað mörk en það vantaði eitthvað upp á. Einn daginn sprakk hann bara út.“
,,Hann æfði mögulega hreyfingarnar og byrjaði svo að geta skorað með báðum fótum sem hjálpaði mikið.“