Maður að nafni Leon Osborne er mikið í fréttum á Bretlandi þessa stundina en hann er leikmaður Brigg Town sem er í neðri deildum Englands.
Ástæðan er skuggaleg en Osborne sem er 35 ára gamall hefur ekki sést síðan á laugardag og ekki er hægt að ná í hann.
Osborne sást síðast í lest í Doncaster á leið til Birmingham en eftir það hefur ekkert sést til hans né heyrst.
Félagið hefur beðið fólkið í landinu um hjálp að finna leikmanninn en slökkt er á símanum og því ómögulegt að hringja.
Osborne hefur spilað fyrir nokkur þekkt félög á Englandi en var lengst á mála hjá Bradford frá 2006 til 2012.
Fimm dagar eru síðan það heyrðist síðast í leikmanninum og vonandi fyrir alla hefur ekkert alvarlegt átt sér stað.