fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Pressan
Föstudaginn 2. maí 2025 07:58

Ein af verslunum Primark. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn veit hvað bíður bandarískra neytenda í nánustu framtíð. Ástæðan er tollastríð Donald Trump við umheiminn. Margir bandarískir neytendur eru því farnir að búa sig undir verstu hugsanlegu sviðsmyndina og eru farnir að hamstra.

MarketWatch segir að vegna tollastríðsins séu bandarískir neytendur farnir að hamstra fatnað og gúmmískó af ótta við að verðið muni snarhækka vegna tollastríðsins en Trump hefur sérstaklega beint sjónum sínum að Asíuríkjum.

Miðillinn ræddi meðal annars við Bandaríkjamann á fertugsaldri sem sagðist hafa vaknað upp við vondan draum þegar hann skoðaði merkimiðana á fatnaðinum sínum: „Ég vissi að ég þyrfti að flýta mér að fylla fataskápinn. Ég skoðaði merkimiðana í fötunum mínum og það stendur „Made in Indonesia“ á flestum. Indónesía fékk 34% toll á sig, svo ég er ánægður með að hafa orðið fyrri til með að kaupa nýja skó.“

97% af þeim skóm, sem Bandaríkjamenn nota dags daglega, eru að sögn MediaWatch framleiddir í ríkjum á borð við Kína, Víetnam og Indónesíu en þau lentu öll illa undir tollhamri Trump.

Greining frá Footwear Distributors gerir ráð fyrir að vinnuskór, framleiddir í Kína, muni hækka um sem nemur 5.000 íslenskum krónum. Hlaupaskór, framleiddir í Víetnam, munu hækka úr sem nemur 20.000 krónum í 28.000 krónur.

Brian Marks, lektor við New Haven háskólann, sagði það ekki endilega skynsamlegt að hamstra núna. ástæðan er að hans sögn sú að óvissan varðandi efnahagsmál heimsins er svo mikil að hugsanlegur ávinningur af því að spara nokkur þúsund krónur núna, geti horfið eftir nokkra mánuði ef kreppa skellur á Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Í gær

Blóðugur uppruni 1. maí

Blóðugur uppruni 1. maí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal