fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hulk bætti met Neymar

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. maí 2025 15:18

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir knattspyrnumanninum Hulk sem heitir réttu nafni Givanildo Vieira de Sousa.

Hulk er í dag á mála hjá Atletico Mineiro í Brasilíu og er 38 ára gamall og hefur raðað inn mörkum undanfarin fjögur ár.

Hulk spilaði lengi vel með Porto og Zenit í Evrópu áður en hann hélt til Kína og svo aftur til heimalandsins Brasilíu.

Þessi fyrrum brasilíski landsliðsmaður er nú búinn að skora fleiri mörk á ferlinum en stjórstjarnan sjálf, Neymar.

Hulk skoraði mikilvægt mark fyrir Atletico gegn Maringa á dögunum og hefur nú skorað 443 mörk fyrir landslið og félagslið.

Það er einu meira en Neymar sem er einnig að spila í heimalandinu en hann er á mála hjá Santos og er með 442 mörk hingað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar