Það er möguleiki á því að Brasilíumaðurinn Vinicius Junior verði langdýrasti leikmaður sögunnar í sumar ef hann fer frá Real Madrid.
Samkvæmt Sports Zone er Al-Hilal í Sádi Arabíu tilbúið að borga Real 800 milljónir evra fyrir Vinicius sem er gjörsamlega galin upphæð.
Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar í dag en PSG borgaði 222 milljónir evra fyrir hann á sínum tíma.
Í sömu frétt er greint frá því að Al-Hilal hafi áhuga á að ráða Carlo Ancelotti til starfa sem gæti hjálpað að lokka Vinicius til félagsins.
Ancelotti er stjóri Real og er líklega að kveðja í sumar og mun Xabi Alonso líklega taka við keflinu á Spáni.
Jorge Jesus er stjóri Al-Hilal í dag en hann er líklega að taka við brasilíska landsliðinu.