Kanadíska framleiðslufyrirtækið Blink49 Studios hefur samið við Elizu Reid, rithöfund og fyrrverandi forsetafrú Íslands, um þáttagerð upp úr fyrstu skáldsögu hennar Death on the Island.
Þetta kemur fram hjá miðlinum Deadline.
Blink49 Studios framleiða þættina í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth og rithöfundinn Lynne Kamm. Þættirnir verða sex talsins. Death on the Island er pólitískur tryllir með óvæntri fléttu.
Bókin hefst með því að fulltrúi kanadísks sendiherra hnígur niður í veislu á Íslandi. Eiginkona hans ákveður þá að taka málin í sínar hendur í samstarfi við ungan íslenskan rannsóknarlögreglumann.
„Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum,“ sagði Eliza Reid. „Death on the Island sameinar ást mína á pólitískum klækjasögum, leyndardómsfullum sögum og Íslandi sem er orðið heimili mitt. Ég er himinlifandi að fá að deila þessum heimi og vonast til þess að hann höfði til áhorfanda um allan heim.“