Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool heldur áfram að ýta undir sögusagnir að hann verði áfram hjá félaginu.
Samningur Trent er að renna út og hann hefur mikið verið orðaður við Real Madrid.
Undanfarnar vikur hefur því verið haldið fram að enn sé möguleiki á því að Trent verði áfram og hann hefur gefið vísbendingar þess efnis.
Trent birti mynd af æfingasvæði Liverpool í dag þar sem búið var að merkja bygginguna. Liverpool varð enskur meistari á sunnudag.
Trent veit að allar myndir sem hann birtir þessa dagana fær stuðningsmenn Liverpool til að ræða hlutina.
Trent hefur alla tíð verið í herbúðum Liverpool en það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvað gerist.