fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að henni sé brugðið yfir þeirri afhjúpun sem fram kom í þætti Kveiks í gærkvöldi.

Þetta segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV.

Í þættinum var greint frá því að ríkasti maður Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson, hefði varið tugum milljóna króna í að láta njósna um hóp fólks árið 2012 sem hafði stefnt honum vegna falls Landsbankans. Á meðal þeirra sem unnu við þessar njósnir voru lögreglumenn, ýmist nýhættir eða enn við störf.

Í kjölfar gjaldþrots Landsbankans efndi hópur fjárfesta í bankanum til hópmálsóknar gegn aðaleigandanum, Björgólfi Thor, og krafðist skaðabóta. Málinu lauk með sátt. Afhjúpun Kveiks leiðir hins vegar í ljós að fyrirtækið, PPP sf., sem stofnað var af af þeim Jóni Óttari Ólafssyni, afbrotafræðingi og lögreglumanni, og Guðmundi Hauki Gunnarssyni, lögfræðingi, fylgdist ítarlega með ferðum manna sem tóku þátt í hópmálsókninni, þar á meðal Vilhjálmi. Fengu þeir Jón Óttar og Guðmundur Haukur til liðs við sig lögreglumann, Lúðvík Kristinsson, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar, en hann varði á sjöunda tug vinnustunda í að njósna um menn fyrir PPP, samhliða vöktum sínum hjá lögreglunni. Hefur Lúðvík verið leystur frá starfsskyldum og mál hans er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.

Sigríður Björk segir í samtali við RÚV að ríkislögreglustjóraembættinu sé mjög brugðið að heyra það sem fram kom í þættinum. Hún segist hafa áhyggjur af því að málið rýri traust til lögreglu.

„Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því. Traustið er afskaplega mikilvægt og öll svona mál mál sem koma upp geta haft alvarleg áhrif á það,“ segir hún og bætir við að þess vegna sé mjög mikilvægt að rannsaka það sem gerðist. Í viðtalinu segir hún einnig að það komi henni á óvart að þetta hafi gerst á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ