Njósnarar Manchester United hafa mætt á nokkra leiki hjá Partizan Belgrad til að fylgjast með Ognjen Ugresic.
Ugresic er 17 ára gamall miðjumaður sem hefur fest sig í sessi hjá Partizan á síðustu vikum.
Í fjölmiðlum í Serbíu er Ugresic líkt við Paul Pogba og Jude Bellingham, umboðsmaður hans segir áhugan gríðarlegan.
Njósnarar United hafa augastað á honum en umboðsmaður hans segir lið í Seriu A einnig vilja kaupa hann.
Ostoja Stjepanovic sem sér um málefni kappans segir hins vegar skynsamlegt að Ugresic verði áfram hjá Partizan til að spila í stóru hlutverki í aðalliðinu.