fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 10:32

Vilhjálmur Bjarnason. Skjáskot Kveikur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur segir fremur sár en reiður í kjölfar dæmalausrar afhjúpunar Kveiks á njósnum sem hann og samherjar hans í hópmálssókn á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni urðu fyrir árið 2012.

Sjá einnig: Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Í kjölfar gjaldþrots Landsbankans efndi hópur fjárfesta í bankanum til hópmálsóknar gegn aðaleigandanum, Björgólfi Thor, og krafðist skaðabóta. Málinu lauk með sátt. Afhjúpun Kveiks leiðir hins vegar í ljós að fyrirtækið, PPP sf., sem stofnað var af af þeim Jóni Óttari Ólafssyni, afbrotafræðingi og lögreglumanni, og Guðmundi Hauki Gunnarssyni, lögfræðingi, fylgdist ítarlega með ferðum manna sem tóku þátt í hópmálsókninni, þar á meðal Vilhjálmi. Fengu þeir Jón Óttar og Guðmundur Haukur til liðs við sig lögreglumann, Lúðvík Kristinsson, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar, en hann varði á sjöunda tug vinnustunda í að njósna um menn fyrir PPP, samhliða vöktum sínum hjá lögreglunni. Hefur Lúðvík verið leystur frá starfsskyldum og mál hans er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.

PPP skráði um tíma allar ferðis Vilhjálms Bjarnasonar, jafnvel morgunferðir hans í sund. Vilhjálmur var fullkomlega grunlaus um þessar njósnir.

DV ræddi stuttlega við Vilhjálm í morgun en hann hafði þá þegar veitt viðtöl um málið og svarað skilaboðum langt fram á nótt. Var hann hress í bragði þó að hann sé sleginn yfir afhjúpuninni. DV spurði Vilhjálm hvenær hann hefði fengið upplýsingar um þetta misferli:

„Það var áttunda apríl, fyrir þremur vikum. En ég fékk bara að vita búta, heildarmyndin blasti ekki við mér fyrr en í gærkvöld, ég hafði ekki séð viðtölin við hina,“ segir Vilhjálmur, en birt voru tvö viðtöl við hann í þættinum.

DV: Hver telur þú að tilgangurinn hafi verið með þessum njósnum, hvaða sönnunargagna átti að afla?

„Sönnunargögnin drógum við út úr þrotabúi Landsbankans og það átti í þessu máli að sýna fram á það að værum saman og í sitthvoru lagi í stöðugu sambandi við Róbert Wessmann, eða einhverja honum tengdum.“

Átti að hlera slíka fundi ef einhverjir væru en PPP tókst ekki að afla slíkra gagna.

Ekki farinn að huga að skaðabótamáli

Aðspurður hvort Vilhjálmur sé farinn að huga að því að leita réttar síns vegna þessara freklegu innrása í einkalíf hans segir hann svo ekki vera. „Nei, ég er ekki farinn að því. Ég hugsa en ég hef ekki gert neitt. Ég þarf að klára ákveðna skyldu sem ég hef fyrir föstudaginn. Ég er að skrifa minn hálfsmánaðarlega pistil í Morgunblaðið,“ segir hann og lætur ekkert raska rútínunni.

Jón Óttar Ólafsson horfir í njósnamyndavél sína. Skjáskot Kveikur

Þegar spurningin er ítrekuð segist Vilhjálmur vissulega vera farinn að spá í viðbrögð en allt sé ómótað. „En það eru fleiri í málinu og það er best að menn hafi aðeins samráð um hvað þeir gera í svonalöguðu og svo er það líka ofanfrá, það eru þrjú embætti sem þurfa að taka á sig rögg, það er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, það er Héraðssaksóknari og það er Ríkissaksóknari. Og þó að ég hugsi þá ætla ég ekki að hugsa fyrir þá.“

Sár frekar en reiður

DV: Ertu ekki bálreiður?

„Ég veit ekki hvernig ég á að orða það. Ég er ekki bálreiður en ég er mjög sár vegna þess að þetta er náttúrulega frekleg árás á mitt einkalíf. Ég veit ekki hvernig fjölskylda mín … sérstaklega tvær dætur mínar sem eru í viðkvæmri stöðu, hvernig þær hafa verið vaktaðar. En þetta á allt eftir að meltast og gerjast. Ég fékk ekki heildarmyndina fyrr en í gærkvöldi.“

Aðspurður hvort hann ætli að skrifa um málið segir hann ákveðið: „Nei. Það er best að segja sem minnst og láta þá sem kunna að fara með forystu í málinu um að skrifa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt