fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Pressan
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 22:00

Kim Jong-un.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, hefur skipað öllum skólum landsins að ala kanínur til að hægt sé að fæða og klæða glorhungraða hermenn hans. Einræðisherrann segir að kanínur séu fyrirtaks matur og að hægt sé að nota feld þeirra til að fóðra einkennisfatnað hermanna.

Þessi fyrirmæli hans koma í kjölfar frétta af að hungraðir norðurkóreskir hermenn steli mat frá heimilum nærri herstöðvum.

Fréttir hafa borist af því að nú þegar sé búið að koma upp kanínubúum í mörgum skólum í landinu.

Tvær stórar pólitískar stofnanir sjá um að kenna börnum og ungmennum sósíalíska hugmyndafræði og tryggð við einræðisstjórnina. Leiðbeinendur, frá þessum samtökum, starfa í öllum skólum og hefur þeim verið skipað að uppfylla ræktunarmarkmið einræðisherrans á kanínum.

Það er ekki þannig að einhverri gulrót sé veifað til að hvetja fólk til dáða við kanínuræktunina en hins vegar verður þeim, sem ná ekki að rækta að minnsta kosti 1.000 kanínur, refsað með annað hvort brottrekstri úr starfi eða með að vera útilokaðir frá starfsemi samtakanna tveggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni