fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birti fréttin.is frétt þess efnis að níu hælisleitendur hefðu hópnauðgað 16 stúlku í Reykjavík um páskana. Fréttir nokkurra miðla um þennan fréttaflutning í gær leiddu í ljós að hvorki lögregla né neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisbrota kannast við þetta mál.

Allt bendir til að fréttin hafi verið byggð á einu kommenti óþekktrar manneskju í umræðum á Facebook. Frosti Logason fer yfir þetta mál í þættinum Harmageddon. Hann fordæmir þennan fréttaflutning  hjá Fréttinni og kallar hann hættulega sorpblaðamennsku.

Frosti segir fráleitt að fara út með frásögn af þessu tagi án þess að sannreyna hana hjá lögreglu. Auk þess sé kommentið sem fréttin er byggð á fráleit og lygilegt, t.d. segir að hluti hinna meintu nauðgara sé frá Tyrklandi, en fáheyrt er að Tyrkir sæki um hæli á Íslandi.

„Nútíminn myndi aldrei birta svona,“ segir Frosti og bætir við að málið hafi komið inn á borð Nútímans, sem hann stýrir, en ekki hafi komið til greina að birta frásögnina.

Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri Fréttarinnar og segist hún hafa byggt fréttina á umræddu kommenti. Hún segist standa við fréttina og hefur ekki tekið hana út.

Frosti segir að fréttaflutningur á þessu plani komi óorði á aðra litla fjölmiðla og fólki hætti til að spyrða þá saman. Einnig sé slíkur falsfréttaflutningur vatn á myllu þeirra sem fordæmi alla gagnrýni á fjölmenningu og óheftan innflutning fólks frá framandi menningarheimum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast