Sagt er að Ísland sé dýrt ferðamannaland en hversu dýrt er það í krónum og aurum? Bandarískur ferðamaður að nafni Candace sýndi það svart á hvítu hvað dæmigert ferðalag kostar fyrir erlendan ferðamann á Íslandi.
Candace greinir frá þessu í færslu á TikTok rás sinni, Call Me Candace. En hún dvaldi hér í sjö daga.
Í myndbandsfærslu sýnir hún nákvæmlega hvað hún eyddi í mismunandi hluti í ferðalaginu. Hér er kostnaðurinn:
Flug – 843,21 dollarar (108.530 krónur)
Gisting – 1.435 dollarar (184.699 krónur)
Bílaleiga – 1.145,47 dollarar (147.433 krónur)
Matur – 405,17 dollarar (52.149 krónur)
Afþreying – 300 dollarar (38.613 krónur)
Annað – 300 dollarar (38.613 krónur)
Í heildina gerir þetta 4.428,85 dollara eða 570.037 krónur. Það er 81.434 krónur á dag að meðaltali.
Candace var hins vegar í þriggja manna hópi þannig að hlutir eins og gisting og bílaleiga deilast á fleiri. Kostnaðurinn á mann var því 2.038,21 dollari eða 262.338 krónur. Það er 37.484 krónur á dag. Augljóst er því að það borgar sig að ferðast saman í hóp.
@callmecandace.tv How much I spent in Iceland 🇮🇸 do yall think this trip is worth it? #callmecandacetv #fyp #icelandtrip #iceland #travelcreator #atlfoodie #costbreakdown #solotrip #traveltok ♬ original sound – Call Me Candace TV