fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Þorvaldur svekktur með stöðuna – Telur að úrslitin hefðu mögulega þróast í aðra átt ef Laugardalsvöllur væri í lagi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 19:00

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ fór yfir stöðuna á landsliðsverkefnum og síðustu verkefnum A-landsliðanna þar sem ekki var hægt að leika á heimavelli.

Framkvæmdir eru í gangi á Laugardalsvelli og standa vonir til um að hægt verði að spila á honum í júní þegar A-landslið kvenna á heimaleik gegn Frökkum. Beðið hefur verið eftir framkvæmdum við leikvöllinn í mörg ár og eru þau nú að klárast.

„Þorvaldur Örlygsson fór stuttlega yfir síðustu verkefni landsliða og kynnti samantekt frá knattspyrnusviði. A landslið karla þurfti að leika umspilsleik (heimaleik) í Murcia á Spáni og A landslið kvenna lék tvo leiki í Þjóðadeildinni á Þróttarvelli. Allt skipulag leikjanna gekk heilt yfir vel og vallaryfirvöld í Murcia og Þróttarar í Reykjavík eiga þakkir skildar fyrir gott starf og jákvætt viðmót,“ segir í fundargerð KSÍ.

Þorvaldur segir stöðuna þó ekki viðunandi. „Fram kom í máli formanns að þrátt fyrir að framkvæmd leikjanna hafi gengið vel þá varpi þessi raunveruleiki verulega skörpu ljósi á stöðuna sem landsliðin okkar eru í varðandi vallarmál, enda aldrei að vita hver úrslit leikjanna hefðu orðið ef landsliðin hefðu getað leikið heimaleiki sína einmitt á Þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli í Reykjavík.“

A-landslið karla lék í Murcia í umspili Þjóðadeildar í mars og fékk þar ljótan skell gegn Kosóvó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“