fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Þorvaldur svekktur með stöðuna – Telur að úrslitin hefðu mögulega þróast í aðra átt ef Laugardalsvöllur væri í lagi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 19:00

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ fór yfir stöðuna á landsliðsverkefnum og síðustu verkefnum A-landsliðanna þar sem ekki var hægt að leika á heimavelli.

Framkvæmdir eru í gangi á Laugardalsvelli og standa vonir til um að hægt verði að spila á honum í júní þegar A-landslið kvenna á heimaleik gegn Frökkum. Beðið hefur verið eftir framkvæmdum við leikvöllinn í mörg ár og eru þau nú að klárast.

„Þorvaldur Örlygsson fór stuttlega yfir síðustu verkefni landsliða og kynnti samantekt frá knattspyrnusviði. A landslið karla þurfti að leika umspilsleik (heimaleik) í Murcia á Spáni og A landslið kvenna lék tvo leiki í Þjóðadeildinni á Þróttarvelli. Allt skipulag leikjanna gekk heilt yfir vel og vallaryfirvöld í Murcia og Þróttarar í Reykjavík eiga þakkir skildar fyrir gott starf og jákvætt viðmót,“ segir í fundargerð KSÍ.

Þorvaldur segir stöðuna þó ekki viðunandi. „Fram kom í máli formanns að þrátt fyrir að framkvæmd leikjanna hafi gengið vel þá varpi þessi raunveruleiki verulega skörpu ljósi á stöðuna sem landsliðin okkar eru í varðandi vallarmál, enda aldrei að vita hver úrslit leikjanna hefðu orðið ef landsliðin hefðu getað leikið heimaleiki sína einmitt á Þjóðarleikvanginum, Laugardalsvelli í Reykjavík.“

A-landslið karla lék í Murcia í umspili Þjóðadeildar í mars og fékk þar ljótan skell gegn Kosóvó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Engin flugeldasýning en íslenskur sigur staðreynd

Engin flugeldasýning en íslenskur sigur staðreynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire

Amorim tjáir sig um framtíð Maguire
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi