fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. apríl 2025 12:11

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynferðisbrotadeild lögreglu kannast ekki við að hafa fengið mál á borð til sín um að  16 ára stúlku hafi verið nauðgað af hópi hælisleitenda um páskana.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að ekkert slíkt mál sé á borði hjá lögreglu. Þá kannist hún ekki við neina myndbandsupptöku af slíku atviki.

Talsverð umræða hefur spunnist upp um meint atvik á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að Fréttin.is birti frétt um málið og sagðist hafa eftir heimildum. Heimildin virðist byggja á athugasemd sem kona nokkur skrifaði og birt var í Facebok-hópnum Stjórnmálaspjallið. Í fréttinni er haft eftir heimildarmanni, sem segist tengjast stúlkunni fjölskylduböndum, að meintir gerendur séu Tyrkir og hælisleitendur frá Palestínu, alls níu talsins. Einnig er haft eftir heimildarmanninum að upptökur af frelsissviptingu stúlkunnar liggi fyrir hjá lögreglu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV eru engin gögn þess efnis að málið hafi ratað inn á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Sex hópnauðganir hafa verið tilkynntar til lögreglunnar það sem af er ári, sem er aukning frá fyrri árum. 

Skjáskot af athugasemdinni sem var birt í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast