fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. apríl 2025 10:00

Antikythera-reiknivélin er einn athyglisverðasti fornleifafundur sögunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafundur í sokknu skipsflaki við grísku eyjuna Antikyþera frá árinu 1901 hefur valdið fræðimönnum umtalsverðum heilabrotum síðan. Um var að ræða hlut úr bronsi, einskonar reiknivél, sem sagður var mögulega kominn úr smiðju sjálfs Arkímedísar og hefur búnaðurinn meðal annars verið kallaður fyrsta tölva sögunnar sem er athyglisvert í ljósi þess að búnaðurinn er meira en 2.000 ára gamall.

Eins og gefur að skilja var búnaðurinn í afar slæmu ásigkomulagi og þar að auki brotinn í marga hluta, sem sumir hverjir hafa aldrei fundist.

Talið hefur verið að búnaðurinn hafi verið notaður í flókna stjarnfræðilega útreikninga og því hefur hann heldur betur veitt fræðimönnum, listamönnum og jafnvel samsæriskenningasmiðum innblástur. Fræðimennirnir hafa reynt að skilja reiknivélina fornu til hlítar, listamennirnir hafa spunnið sögur í kringum fundinn, (til dæmis handritið af Indiana Jones myndinni Dial of Destiny) og samsæriskenningasmiðir eru sannfærðir um að hluturinn sé merki um heimsókn geimvera fyrir árþúsundum síðan.

En nú fullyrðir hópur argentískra vísindamanna frá Mar del Plata-háskóla að þeir hafi leyst gátuna. Vísindamennirnir teiknuðu reiknivélina fornu upp í tölvuforriti, giskuðu á þá parta sem eru týndir og bjuggu til nýtt eintak af henni. Niðurstaðan var sú að reiknivélin var vart nothæf því verkfræðin á bak við hönnuna gekk varla upp.

Niðurstaða vísindamannanna var því sú að hluturinn dularfulli væri í raun frekar leikfang en nothæf reiknivél.

Vissulega smá skellur fyrir áhugafólk um spennandi fornleifavísindi og sér í lagi samsæriskenningasmiði.

Blessunarlega er þó varnagli á niðurstöðunum. Í fyrsta lagi er ansi langsótt að svona mikil vinna og natni hafi farið í að smíða leikfang fyrir 2.000 árum síðan og síðan, eins og áður hefur komið fram, vantar ýmsa hluta tækisins. Þó vísindamennirnir hafi reynt að giska á hvernig þeir litu út og virkuðu þá þarf það ekki að vera alveg rétt.

Niðurstöðu vísindamannanna, sem lesa mér um hér, ríma þá að einhverju leyti við kenningar breska stjarneðlisfræðingsins Mike Edmunds, sem hefur haldið því fram að Antikyþera-reiknivélin hafi verið notað við kennslu og ekki virkað fyllilega sem flókin reiknivél.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi