fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 07:30

Volodimir Zelenskyy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir að Kínverjar séu viðriðnir vopnaframleiðslu í Rússlandi og útvegi Rússum fallbyssukúlur og önnur skotfæri.

„Við teljum að Kínverjar séu viðriðnir framleiðslu ákveðinna vopna í Rússlandi,“ sagði hann á fréttamannafundi í Kyiv.

DPA segir að Zelenskyy hafi einnig sagt að hann muni koma með nánari upplýsingar um þetta fljótlega.

Þessar ásakanir hans munu án vafa auka enn á spennuna á milli Úkraínu og Kína en töluverð spenna er nú þegar á milli ríkjanna í kjölfar þess að Úkraínumenn handsömuðu kínverska ríkisborgara sem börðust með rússneska hernum.

Kínverjar hafa ávallt haldið því fram að þeir séu hlutlausir hvað varðar stríðið en þeir eiga í nánu samstarfi við Rússa á ýmsum sviðum.

Úkraínumenn hafa ítrekað hvatt Kínverja til að nota áhrif sín til að koma á friði á milli Rússlands og Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast