fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. apríl 2025 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór hópur barna, þjálfara og foreldra frá ÍA og UMFG eru strandaglópar á flugvellinum í Barcelona eftir að farþegavél Play var snúið við skömmu eftir brottför í gærkvöld vegna vélarbilunar. Svaf hópurinn á flugvellinum í nótt og eru strandarglóparnir í óvissu um hvað tekur við.

Í gærkvöld fengu farþegarnir 12 evrur hver fyrir mat og var sagt að flogið yrði kl. 12 í dag. Það mun hins vegar ekki standast. Miklum fjármunum hefur verið eytt í McDonalds og aðra skyndibita á flugvellinum enda um stóran hóp af svöngum og vansvefta ungmennum sem áttu að vera komin heim til Íslands fyrir löngu síðan.

„Ég er með óstaðfestar upplýsingar um að verið sé að vinna á málinu,“ segir móðir eins af ungu knattspyrnumönnunum, en hún er með í för. Segir hún að óvissa sé um framhaldið.

„Við fórum af stað kl. 11 í gærkvöld. Það lá fyrir held ég eiginlega um leið og við fórum í loftið að það væri einhver viðvörum þannig að við bara hringsóluðum með dekkin niðri í klukkutíma og lentum síðan aftur.“ Hún segir að upplifunin hafi ekki verið ógnvænleg og allir hafi verið rólegir.

Um 70 manna hópur frá ÍA var í æfingabúðum í Barcelona, 16 ára og yngri. Minni hópur keppti síðan á móti fyrir hönd UMFG frá Grindavík. Allt í allt eru þetta um 70 börn og síðan bætast við fararstjórar og þjálfarar, yfir 20 manns.

Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Play, segir í samtali við DV að verið sé að vinna í því að finna varahluti í flugvélina og er vonast til að flogið verði síðar í dag. Ekkert er þó staðfest í þeim efnum.

Móðir drengs í hópnum sem bíður heima eftir að hann komist í flug kvartar yfir slakri upplýsingagjöf Play í málinu. Algjör óvissa sé um heimferðina en verið er að kanna hvort hópurinn geti komist í annað flug heim. „Og Play gerir ekkrt,“ segir ósátt móðirin. Segir hún að misvísandi upplýsingar séu að berast um flug heim með Play, ýmist kl. 14, seinni partinn í dag eða í fyrramálið.

Uppfært kl. 13.49:
Samkvæmt upplýsingafulltrúa Play verður flogið frá Barcelona kl. 20.15 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast