fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 13:21

Dominic Halpin hefur verið að gera það gott sem kántrísöngvari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnendur kántrýtónlistar ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar  ein vinsælasta kántríhljómsveit heims í dag, Dominic Halpin and the Hurricane, mætir í Hörpu með tónleikana A Country Night in Nashville. Sveitin mun flytja mörg af frægustu lögum stærstu kántrí stjarnanna bæði lifandi og liðinna. Kántríbandið er að koma í fyrsta skipti til Íslands og heldur tónleika í Eldborg í Hörpu aðeins eitt kvöld þann 26. september næstkomandi.

A Country Night in Nashville kemur beint frá Royal Albert Hall í London og úr metsölu tónleikaferðalagi í Bretlandi. Dominic Halpin hefur verið að gera það gott sem kántrísöngvari og mætir í Hörpu ásamt hæfileikaríkri hljómsveit sinni sem ætla að endurskapa honky-tonk stemninguna í Nashville, heimabæ kátrítónlistarinnar. Hann hefur öðlast alþjóðlega frægð og spilað og sungið með stjörnum á borð við Sir Cliff Richard, Tony Bennett og Emeli Sandé auk þess að hafa samið lög fyrir Hollywood kvikmyndir og sjónvarp. 

Dominic Halpin and the Hurricane ætla að endurskapa honky-tonk stemmninguna í Nashville í Eldborgarsal Hörpu.

Áhrifamiklir kántrísmellir

Kántrítónlist hefur verið á mikilli uppleið aftur í vinsældum á síðustu árum þar sem tónlistarfólk eins og The Shires, Taylor Swift,  Lady Antebellum (Lady A) og Beyonce hafa öll komið með sitt innlegg og stíl og kynnt kántrítónlist fyrir risastórum, nýjum og ungum aðdáendahópi víða um heim.

Á dagskrá tónleikanna A Country Night in Nashville eru áhrifamiklir smellir frá mörgum stjörnum úr kántrítónlistinni en þar má nefna Ring of Fire, Crazy, Follow Your Arrow, It’s Five o’Clock Somewhere, Need You Now, nine to five, The Gambler og margir fleiri. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“