fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Seyðfirðingar reiðir við Landsbankann – Banki í ríkiseigu eigi að þjónusta allt landið

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 13:30

Landsbankinn er í fallegu húsi á Seyðisfirði. Skjáskot/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seyðfirðingar eru reiðir vegna fyrirhugaðrar lokunar útibús Landsbankans í bænum. Telja þeir að leita eigi allra leiða til að halda úti þjónustu á landinu öllu.

Þetta kemur fram í bókunum heimastjórnar Seyðisfjarðar sem byggðaráð Múlaþings tekur undir. Er fyrirhugaðri lokun Landsbankaútibúsins harðlega mótmælt.

„Það er ólíðandi að banki í eigu hins opinbera skuli ekki leita allra leiða til að halda úti þjónustu á landinu öllu,“ segir í bókun Seyðfirðinganna. „Fjölmörg störf í bankaþjónustu þurfa ekki að vera bundin við staðsetningu og því er vel hægt að færa verkefni bankans sem vinna má í fjarvinnu, út á land, til að styrkja þau útibú sem eru til staðar og jafnvel fjölga stöðugildum á landsbyggðinni frekar en að fækka þeim.“

Sagt er að fjölmörg fyrirtæki hafi starfsfólk í vinnu við ýmis verkefni, jafn vel í öðrum löndum í gegnum fjarvinnu. Landsbankinn ætti að styrkja stoðir sínar um allt land frekar en að setja alla starfsemina á einn stað.

„Þá er vert að beina því til banka sem er í eigu ríkisins að ákveðnar skyldur hvíli á slíkri stofnun þegar kemur að jöfnu aðgengi íbúa landsins að þjónustu bankans,“ segir í bókun byggðaráðs. Var sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir við bankastjóra Landsbankans og fjármálaráðuneytið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin