fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Eftirsóttur í Manchester og Liverpool – Þetta er verðmiðinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ku hafa mikinn áhuga á Xavi Simons, leikmanni RB Leipzig, fyrir sumarið. Daily Mail segir frá.

Simons, sem er 21 árs gamall, var keyptur til Leipzig í vetur eftir að hafa verið þar á láni undanfarin tvö tímabil.

Simons er með tíu mörk og sex stoðsendingar í öllum keppnum, en hann spilar framarlega á miðjunni eða úti á kanti.

Talið er að Simons kosti 67 milljónir punda, en Liverpool hefur einnig sýnt þessum fyrrum leikmanni Paris Saint-Germain áhuga.

Simons er landsliðsmaður Hollands og hefur skorað fjögur mörk í 26 A-landsleikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina