fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Ekkert stöðvar Fram

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram vann útisigur á Þór í 14 .umferð Lengjudeildar karla í kvöld.

Fram var betri aðilinn í fyrri hálfleik og tók forystuna verðskuldað í lok hans. Þá skoraði Alexander Már Þorláksson með skalla eftir hornspyrnu sem Albert Hafsteinsson tók.

Heimamenn áttu fínan seinni hálfleik. Það var þó Indriði Áki Þorláksson sem gerði út um leikinn fyrir Fram undir lok leiks. Hann skoraði þá eftir sendingu frá Alberti. Lokatölur 0-2.

Fram er á toppi deildarinnar með 35 stig eftir þrettán leiki. Liðið er með 9 stiga forskot á ÍBV í öðru sæti og 13 stiga forskot á Kórdrengi í því þriðja.

Þór er í sjötta sæti með 19 stig eftir fjórtán leiki. Liðið siglir nokkuð lignan sjó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts