fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

Lengjudeild karla: Kristófer Óskar með fernu í stórsigri Aftureldingar – Fjölnir vann Gróttu

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 14. maí 2021 21:13

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar lengst til hægri. Mynd: Raggi Óla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum lauk nýlega í 2. umferð Lengjudeildar karla. Afturelding, Fjölnir og Selfoss unnu sigra.

Ólsarar steinlágu

Kristófer Óskar Óskarsson kom Aftureldingu yfir gegn Víkingi Ólafsvík á 5. mínútu. Hann tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Valgeir Árni Svansson kom Aftureldingu svo í 0-3 áður en stundarfjórðungur var liðinn á Ólafsvík. Þess má geta að Víkingur lenti einnig 3-0 undir snemma leiks gegn Fram í síðustu umferð. Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn fyrir Víking á 17. mínútu. Kristófer skoraði svo þriðja mark sitt um tíu mínútum síðar og kom fram í 1-4. Þannig var staðan í hálfleik.

Eftir stundarfjórðung af seinni hálfleik fékk Emmanuel Eli Keke að líta rautt spjald. Stuttu síðar bætti Kristófer við fjórða marki sínu, magnaður leikur hjá honum. Markaskorari Víkinga, Hlynur Sævar, fékk svo rautt spjald undir lok leiks. Víkingar með níu leikmenn eftir á vellinum. Lokatölur urðu 1-5.

Afturelding er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Ólsarar eru án stiga.

Fjölnir vann uppgjör liðanna sem féllu

Fjölnir vann 1-0 sigur á Gróttu á Extra vellinum í Grafarvogi. Þetta eru liðin sem féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Valdimar Ingi Jónsson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu.

Fjölnir er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Grótta er með 3 stig.

Selfoss náði í sín fyrstu stig

Kenan Turudija kom Selfyssingum yfir gegn Kórdrengjum strax á 4. mínútu. Hrvoje Tokic tvöfaldaði forystu þeirra þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan í hálfleik var 0-2 í Breiðholtinu.

Davíð Þór Ástbjörnsson minnkaði muninn fyrir Kórdrengi þegar stundarfjórðungur lifði leiks og hleypti spennu í leikinn. Arnleifur Hjörleifsson, leikmaður Kórdrengja, fékk að líta rautt spjald tíu mínútum síðar. Einum fleiri gerðu Selfyssingar út um leikinn með örðu marki Tokic. Lokatölur 1-3.

Selfoss var að ná í sín fyrstu stig í deildinni. Kórdrengir eru með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“