fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Ronaldo hraunar yfir tvo fræga Englendinga – „Græt ég og hætti svo í fótbolta því tvær rottur voru að gagnrýna mig?“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. september 2024 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo vandar Gary Lineker og Alan Shearer ekki kveðjurnar eftir að þeir félagar gerðu lítið úr honum í sumar á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Lineker og Shearer voru ekki hrifnir af því að sjá Ronaldo gráta í 16 liða úrslitum þegar hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Slóveníu.

Þeir töluðu um Ronaldo sem fúlan skólakrakka en Ronaldo og félagar komust áfram í vítaspyrnukeppni.

„Þeir vita ekki neitt,“ segir Ronaldo í viðtali við Rio Ferdinand. „Það eru miklu auðveldara að gagnrýna en að kunna að meta hvað er í gangi. Við vitum hvernig fjölmiðlar virka, ef þú talar á jákvæðan hátt þá selur það ekki. Þeir verða að vera neikvæðir. Ef þú talar illa um Ronaldo þá endar það á forsíðum því ég er vinsælasti maður í heimi,“ segir Ronaldo.

Cristiano Ronaldo. Mynd/Getty

„Hvað á ég að gera? Græt ég og hætti svo í fótbolta því tvær rottur voru að gagnrýna mig? Heimurinn elskar mig, stuðningsmenn elska mig. Það er það sem heldur mér gangandi. Það mun enginn taka neitt frá mér af því að tveir menn í sjónvarpi sem engin þekkir gagnrýna mig.“

Ronaldo útskýrði svo fyrir Ferdinand af hverju hann fór að gráta. „Þegar þú ert með ástríðu þá getur þú ekki stjórnað öllu. Ég grét því ég klikkaði á víti, ég grét ekki því Portúgal gæti mögulega dottið út. Ég grét því fólkið mitt var komið, börnin mín, mamma og konan mín. Ég varð sorgmæddur yfir því.“

„Ég hugsaði aldrei um að Portúgal myndi tapa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“