fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Ronaldo hraunar yfir tvo fræga Englendinga – „Græt ég og hætti svo í fótbolta því tvær rottur voru að gagnrýna mig?“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. september 2024 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo vandar Gary Lineker og Alan Shearer ekki kveðjurnar eftir að þeir félagar gerðu lítið úr honum í sumar á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Lineker og Shearer voru ekki hrifnir af því að sjá Ronaldo gráta í 16 liða úrslitum þegar hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Slóveníu.

Þeir töluðu um Ronaldo sem fúlan skólakrakka en Ronaldo og félagar komust áfram í vítaspyrnukeppni.

„Þeir vita ekki neitt,“ segir Ronaldo í viðtali við Rio Ferdinand. „Það eru miklu auðveldara að gagnrýna en að kunna að meta hvað er í gangi. Við vitum hvernig fjölmiðlar virka, ef þú talar á jákvæðan hátt þá selur það ekki. Þeir verða að vera neikvæðir. Ef þú talar illa um Ronaldo þá endar það á forsíðum því ég er vinsælasti maður í heimi,“ segir Ronaldo.

Cristiano Ronaldo. Mynd/Getty

„Hvað á ég að gera? Græt ég og hætti svo í fótbolta því tvær rottur voru að gagnrýna mig? Heimurinn elskar mig, stuðningsmenn elska mig. Það er það sem heldur mér gangandi. Það mun enginn taka neitt frá mér af því að tveir menn í sjónvarpi sem engin þekkir gagnrýna mig.“

Ronaldo útskýrði svo fyrir Ferdinand af hverju hann fór að gráta. „Þegar þú ert með ástríðu þá getur þú ekki stjórnað öllu. Ég grét því ég klikkaði á víti, ég grét ekki því Portúgal gæti mögulega dottið út. Ég grét því fólkið mitt var komið, börnin mín, mamma og konan mín. Ég varð sorgmæddur yfir því.“

„Ég hugsaði aldrei um að Portúgal myndi tapa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar