Stefán Teitur Þórðarson miðjumaður Preston í næst efstu deild á Englandi fékk ekki mikinn tíma til að kynnast Ryan Lowe þjálfara liðsins.
Lowe var rekinn úr starfi í morgun en tíðindin koma á óvart enda fór fyrsta umferð Championship deildarinnar fram um helgina.
Preston tapaði gegn Sheffield United í fyrsta leik en enginn átti von á þessari niðurstöðu með Lowe.
Hann tók við Preston árið 2021 og endaði liðið 13, 12 og 10 sæti undir hans stjórn á tveimur og hálfu ári.
Ched Evans tekur tímabundið við liðinu en Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar og var í byrjunarliðinu í fyrstu umferð.