Newcastle vill aðeins fá um 11-12 milljónir punda fyrir Kieran Trippier en FC Bayern hefur áhuga á að kaupa hann.
Newcastle vill ekki lána Trippier til Bayern en þýska félagið neita að borga þessa upphæð eins og málið stendur.
Trippier sjálfur er sagður hafa samið við Bayern um kaup og kjör og er klár í að fara.
Newcastle er samkvæmt fréttum að leita leiða til að losa um fjármagn vegna FFP regluverksins er varðar fjármál félaga.
Trippier hefur verið frábær hjá Newcastle í tvö ár en hann hefur aðeins gefið eftir síðustu vikur.