fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Arteta vill fá Gundogan til að leysa af Xhaka – Tveir aðrir úr úrvalsdeildinni á blaði Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. maí 2023 08:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður nóg að gera á skrifstofu Arsenal á næstunni ef marka má nýjustu fréttir. The Athletic segir nú í morgunsárið að félagið sé með augastað á þremur miðjumönnum í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal var lengi vel á toppi ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð en missti af titlinum til Manchester City á endasprettinum.

Félagið ætlar að reyna aftur á næsta ári og verður leikmannahópurinn styrktur vel í sumar ef marka má fréttir.

Það er í forgangi hjá Mikel Arteta að styrkja miðsvæði sitt. Declan Rice hefur hvað helst verið orðaður við Arsenal. Líklegt er að kappinn yfirgefi West Ham í sumar.

Hamrarnir vilja þó allt að 120 milljónir punda fyrir leikmanninn svo Arsenal þarf að rífa upp veskið.

Þá fylgjast Skytturnar einnig með gangi mála hjá Mason Mount, leikmanni Chelsea. Samningur hans rennur út næsta sumar og er ekki útlit fyrir að hann verði framlengdur. Mount verður því líklega seldur.

Annar leikmaður sem er nú orðaður við Arsenal er Ilkay Gundogan. Samningur hans við Manchester City er að renna út og hefur Arteta mikinn áhuga á miðjumanninum. Sér hann Þjóðverjann sem arftaka Granit Xhaka, sem er á förum.

Barcelona hefur þó einnig áhuga á Gundogan og þá gæti það farið svo að hann framlengi við Englandsmeistara City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur