Jude Bellingham hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið.
Þessi 19 ára gamli leikmaður er einn sá mest spennandi í heimi og verður barist um hann næsta sumar.
Bellingham hefur farið á kostum með Borussia Dortmund undanfarin tvö ár. Þá er hann að eiga frábært Heimsmeistaramót í Katar með enska landsliðinu, en það er komið í 8-liða úrslit. Ekki minnkar það áhugann.
Talið er að Dortmund vilji allt að 130 milljónir punda fyrir miðjumanninn.
Auk Liverpool hefur Real Madrid mikinn áhuga á að fá hann.
Það hefur þó verið talið að Liverpool leiði kapphlaupið um Bellingham og hafi lagt mestu vinnuna á sig við að reyna að fá hann.
Christian Falk, blaðamaður Bild, undirstrikar það að Liverpool leiði kapphlaupið.
Þá segir hann að fjölskylda Bellingham kjósi það helst að hann endi á Anfield.
TRUE✅ Liverpool are favorites to sign Jude Bellingham (19) from @BVB next Summer. talks are more advanced than with Real Madrid. The Family of Bellingham prefers the Transfer to @LFC @SPORTBILD
— Christian Falk (@cfbayern) December 7, 2022