Spænska stórliðið Real Madrid hafði áhuga á að semja við Finidi George á sínum tíma er hann lék með Ajax í Hollandi.
Finidi var settur á sölulista hjá Ajax árið 1996 og var seldur til Real Betis þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír.
Vængmaðurinn var þó á óskalista Real fyrir áhuga Betis en það fyrrnefnda hafði ekki efni á hans þjónustu.
,,Eftir tap í úrslitaleiknum gegn Juventus þá var stjórinn mjög skýr um að þeir vildu selja mig, jafnvel ef ég yrði áfram hjá Ajax þá myndi ég ekki fá að spila,“ sagði Finidi.
,,Á þessum tíma hafði Real Madrid áhuga á mér en þeir voru ekki með sömu peninga og þeir eru með í dag.“
,,Real Betis bauð vel í mig og ég þurfti að fara. Ég átti frábæra tíma þar og skoraði í úrslitaleik Konungsbikarsins gegn Barcelona.“